Spænska félagið Valencia hefur átt einhvern ótrúlegasta viðsnúning tímabilsins til þessa en liðið á möguleika á að komast í Evrópukeppni aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa setið í fallsæti.
Þegar Valencia spilaði 18. deildarleik sinn á tímabilinu og þann síðasta árið 2024.
Ruben Baraja var rekinn í desember og tók Carlos Corberan við keflinu, en koma hans breytti öllu.
Valencia hefur sótt 33 stig eftir áramót og ekki tapað í síðustu tíu leikjum. Liðið náði í enn einn sigurinn með því að vinna Getafe 3-0 á heimavelli.
Pepelu skoraði úr víti á 8. mínútu og bætti Diego Lopez við öðru tíu mínútum síðar. Hugo Duro gerði þriðja markið úr öðru víti Valencia fyrir hálfleik.
Sú ótrúlega staða er nú komin upp að Valencia á góðan möguleika á að komast í Evrópukeppni, eitthvað sem enginn gat séð fyrir um áramótin.
Valencia er í 9. sæti með 45 stig, tveimur stigum frá Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir á meðan Getafe er í 14. sæti með 39 stig.
Celta Vigo vann öflugan 3-2 sigur á Sevilla í Evrópubaráttuleik. Ilaix Moriba skoraði á 19. mínútu en það kom Vigo-mönnum í erfiða stöðu er Marcos Alonso var rekinn af velli fyrir að handleika boltann í teignum er Peque var við það að jafna metin fyrir Sevilla.
Kom í veg fyrir mark en fékk um leið á sig víti sem Nemanja Gudelj skoraði úr.
Manni færri tókst Celta samt sem áður að komast aftur í forystu er Oscar Mingueza eftir fyrirgjöf Fran Beltran og þá gerði Borja Iglesias tíunda deildarmark seint í leiknum áður en Kike Salas minnkaði muninn niður í eitt mark á lokamínútunum.
Celta Vigo er í 7. sæti með 49 stig en Sevilla í 16. sæti með 38 stig.
Celta 3 - 2 Sevilla
1-0 Ilaix Moriba ('19 )
1-1 Nemanja Gudelj ('45 , víti)
2-1 Oscar Mingueza ('65 )
3-1 Borja Iglesias ('90 )
3-2 Kike Salas ('90 )
Rautt spjald: Marcos Alonso, Celta ('45)
Valencia 3 - 0 Getafe
1-0 Pepelu ('8 , víti)
2-0 Diego Lopez Noguerol ('18 )
3-0 Hugo Duro ('37 , víti)
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Barcelona | 34 | 25 | 4 | 5 | 91 | 33 | +58 | 79 |
2 | Real Madrid | 34 | 23 | 6 | 5 | 69 | 33 | +36 | 75 |
3 | Atletico Madrid | 35 | 20 | 10 | 5 | 57 | 27 | +30 | 70 |
4 | Athletic | 34 | 16 | 13 | 5 | 50 | 26 | +24 | 61 |
5 | Villarreal | 35 | 17 | 10 | 8 | 61 | 47 | +14 | 61 |
6 | Betis | 34 | 16 | 9 | 9 | 52 | 42 | +10 | 57 |
7 | Celta | 35 | 14 | 7 | 14 | 55 | 54 | +1 | 49 |
8 | Vallecano | 35 | 12 | 11 | 12 | 37 | 42 | -5 | 47 |
9 | Mallorca | 35 | 13 | 8 | 14 | 33 | 40 | -7 | 47 |
10 | Valencia | 35 | 11 | 12 | 12 | 43 | 51 | -8 | 45 |
11 | Osasuna | 34 | 10 | 14 | 10 | 42 | 50 | -8 | 44 |
12 | Real Sociedad | 35 | 12 | 7 | 16 | 32 | 38 | -6 | 43 |
13 | Getafe | 35 | 10 | 9 | 16 | 31 | 34 | -3 | 39 |
14 | Espanyol | 34 | 10 | 9 | 15 | 36 | 44 | -8 | 39 |
15 | Sevilla | 35 | 9 | 11 | 15 | 39 | 49 | -10 | 38 |
16 | Girona | 35 | 10 | 8 | 17 | 41 | 53 | -12 | 38 |
17 | Alaves | 34 | 8 | 11 | 15 | 35 | 46 | -11 | 35 |
18 | Las Palmas | 35 | 8 | 8 | 19 | 40 | 57 | -17 | 32 |
19 | Leganes | 34 | 6 | 13 | 15 | 32 | 51 | -19 | 31 |
20 | Valladolid | 35 | 4 | 4 | 27 | 26 | 85 | -59 | 16 |
Athugasemdir