Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. júní 2019 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Óvæntur sigur Einherja - Augnablik bjargaði stigi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einherji vann frekar óvæntan sigur á Vængjum Júpiters í 3. deild karla á þessum mánudegi.

Einherji fór í Grafarvoginn og gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur. Bjartur Aðalbjörnsson skoraði í fyrri hálfleik og bættu Jareo Jolon Bennett og Todor Hristov við mörkum í seinni hálfleiknum.

Lokatölur 3-0 fyrir Einherja sem fer upp í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig. Vængir Júpiters er í fjórða sæti með níu stig.

Í hinum leiknum sem búinn er í 3. deildinni í dag gerðu Höttur/Huginn og Augnablik 2-2 jafntefli. Sindri Þór Ingimarsson skoraði jöfnunarmark Augnabliks í uppbótartíma.

Bæði lið eru með sex stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar.

Vængir Júpiters 0 - 3 Einherji
0-1 Bjartur Aðalbjörnsson ('20)
0-2 Jareo Jolon Bennett ('77)
0-3 Todor Hristov ('90)
Rautt spjald: Leikmaður Vængja Júpiters ('93)

Höttur/Huginn 2 - 2 Augnablik
1-0 Ivan Bubalo ('15)
1-1 Gabriel Delgado Costa ('46)
2-1 Kristófer Einarsson ('49)
2-2 Sindri Þór Ingimarsson ('90)

Það hófust tveir leikir klukkan 16:00
16:00 Sindri-Skallagrímur (Sindravellir)
16:00 KV-KF (KR-völlur)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner