mán 10. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aukaskipting ef leikmaður fær heilahristing?
Jan Vertonghen, leikmaður Tottenham, varð fyrir höfuðmeiðslum í leik gegn Ajax í Meistaradeildinni. Hann ætlaði að halda áfram en gat það ekki.
Jan Vertonghen, leikmaður Tottenham, varð fyrir höfuðmeiðslum í leik gegn Ajax í Meistaradeildinni. Hann ætlaði að halda áfram en gat það ekki.
Mynd: Getty Images
UEFA er að skoða reglubreytingu sem mun leyfa aukaskiptingu ef leikmaður fær heilahristing. Sú regla gæti tekið gildi árið 2021 að sögn Aleksander Ceferin, forseta UEFA.

Núgildandi reglur UEFA segja að læknar hafi þrjár mínútur til að hlúa að leikmanni með höfuðmeiðsli áður en það þarf að taka hann út fyrir endalínuna og hefja leik að nýju.

Nýjar reglur muni setja minni pressu á læknateymi þegar þarf að taka ákvörðun um það hvort leikmaður sem fær höfuðhögg skuli halda áfram eða ekki.

Ceferin tók Jan Vertonghen sem dæmi þegar hann kynnti þessa tillögu að breytingum.

„Það var ljóst eftir að hann kom aftur inn á völlinn að honum leið ekki vel. Hann hefði getað dáið," sagði Ceferin.
Athugasemdir
banner
banner
banner