mán 10. júní 2019 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Horfðu á fréttamannafundinn fyrir Tyrklandsleikinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net
Í morgun fór fram fréttamannafundur íslenska landsliðsins fyrir komandi landsleik gegn Tyrklandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld.

Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. Tyrkland hefur farið mjög vel af stað og er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Tyrkir unnu heimsmeistara Frakklands í síðasta leik. Ísland er með sex stig eftir 1-0 sigur á Albaníu á laugardag.

Erik Hamren, þjálfari, og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundinum.

Sjá einnig:
Aron Einar: Veit voða lítið um þetta burstamál
„Verður áskorun en við kunnum vel við áskoranir"
Var svipað þegar íslenska liðið lenti frá Konya

Fótbolti.net var með beina útsendingu frá blaðamannafundinum. Hér að neðan má horfa á útsendinguna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner