Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. júní 2019 12:20
Elvar Geir Magnússon
Tólfan hitar að vanda upp á Ölveri
Icelandair
Mynd: Eyþór Árnason
Stuðningsmenn Íslands halda sig að sjálfsögðu við þá hefð að hita upp fyrir landsleikina á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ.

Búist er við góðu stuði á morgun fyrir leik Íslands og Tyrklands enda hafa veðurguðirnir verið að leika við landsmenn undanfarna daga.

„Miðað við hvað fólk var í svakalegu stuði hérna eldsnemma á laugardaginn þá býst ég við sannkölluðu þrumustuði fyrir leikinn gegn Tyrklandi," segir Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Ölvers.

„Gleðistund fer af stað klukkan 15 en þessi nýja tímasetning hefur slegið í gegn. Formleg upphitun Tólfunnar hefst svo 16 en Freyr Alexandersson mun mæta með töflufund. Sjálfur spái ég því að við vinnum leikinn 3-1! Ef sú spá rætist þá verður kveikt upp í karaoke græjunni hérna eftir leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner