Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. júní 2019 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var svipað þegar íslenska liðið lenti frá Konya
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auðvitað barst burstamálið svokallaða í tal á blaðamannafundi Erik Hamren og Arons Einars Gunnarssonar á Laugardalsvelli í dag.

Ísland mætir Tyrklandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2020 annað kvöld.

Það hitnaði heldur betur í kolunum fyrir leikinn í gær þegar einhver einstaklingur beindi uppþvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.

Tyrknesku leikmennirnir voru þá ósáttir við móttökurnar sem þeir fengu á Keflavíkurflugvelli.

Sjá einnig:
Utanríkisráðherra Tyrklands: Óásættanleg framkoma á Íslandi

Tyrkneska þjóðin lét vel í sér heyra á samfélagsmiðlum í gær og þurftu tveir íslenskir íþróttamenn að senda frá sér yfirlýsingar á Twitter.

Aron Einar sagðist lítið vita um málið en íslenska liðið hefði lent í svipuðu þegar það flaug frá flugvellinum í Konya í Tyrklandi á sínum tíma.

„Ég man þegar við lentum frá Konya hvað við þurftum að ganga í gegnum. Það var svipað, vegabréfaeftirlit og við þurfum að fara í gegnum ítarlega öryggisleit. Það er það sem gengur og gerist þegar þú kemur frá svona óvottuðum flugvelli."

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, vildi ekkert tjá sig um málið.
Athugasemdir
banner
banner