Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 10. júní 2021 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dalsgaard og Marcondes yfirgefa Brentford (Staðfest)
Patrik snýr aftur
Dalsgaard tæklaður af Sergio Reguilon í deildabikarnum.
Dalsgaard tæklaður af Sergio Reguilon í deildabikarnum.
Mynd: EPA
Brentford vann Championship umspilið á dögunum og mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Tveir af lykilmönnum liðsins verða þó ekki áfram hjá félaginu eftir að samningar þeirra runnu út. Þeir eru Henrik Dalsgaard og Emiliano Marcondes. Luke Daniels, sem lék aukahlutverk á tímabilinu, er einnig farinn.

Dalsgaard, sem er 31 árs, er farinn heim til Danmerkur þar sem hann mun spila fyrir Midtjylland. Hann verður væntanlega einn af allra bestu leikmönnum dönsku deildarinnar.

Hinn 26 ára gamli Marcondes er sóknarsinnaður miðjumaður sem var ein af skærustu stjörnunum upp yngri landslið Dana en hefur ekki fengið tækifæri með A-landsliðinu.

Þá er varnarmaðurinn Winston Reid farinn frá Brentford eftir að lánssamningur hans rann út. Reid snýr aftur til West Ham eftir að hafa leikið aukahlutverk hjá Brentford.

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er þá kominn aftur til félagsins ásamt fleiri leikmönnum sem voru sendir út á láni. Patrik gerði góða hluti á milli stanga Silkeborg sem vann sér inn sæti í efstu deild danska boltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner