fim 10. júní 2021 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gerson til Marseille (Staðfest) - Barca vildi hann
Mynd: EPA
Franska félagið Marseille er búið að staðfesta kaup á brasilíska miðjumanninum Gerson.

Gerson er 24 ára gamall og gengur í raðir Marseille eftir að hafa verið hjá Flamengo í heimalandinu síðustu tvö ár.

Gerson á 82 leiki að baki fyrir Roma og Fiorentina en hann ákvað að halda aftur til Brasilíu þegar Flamengo kallaði. Flamengo borgaði 12 milljónir evra fyrir miðjumanninn og er það hæsta verð sem brasilískt félag hefur greitt fyrir brasilískan leikmann.

Barcelona sýndi Gerson mikinn áhuga í vor og var orðað sterklega við leikmanninn. Þau félagaskipti gengu þó ekki í gegn, þess í stað er Gerson farinn til Marseille fyrir 20 milljónir evra.


Athugasemdir
banner