Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. júní 2023 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Að vinna þrennuna með þessum hópi leikmanna er einstakt"
Mynd: EPA

Það var tilfinningaþrungin stund fyrir alla Manchester City menn þegar liðið vann Meistaradeildina í kvöld.


Það hefur verið gríðarleg pressa á herðum Jack Grealish eftir að hann var keyptur til félagsins fyrir 100 milljónir punda en hann var í viðtali hjá BT Sport eftir leikinn.

Hann var með tárin í augunum þegar hann ræddi við sjónvarpstöðina.

„Þetta er það sem maður er búinn að vinna að alla ævi. Ég er svo ánægður, ég var ömurlegur en mér er alveg sama. Að vinna þrennuna með þessum hópi leikmanna er einstakt," sagði Grealish.

„Ég sagði bara takk við Guardiola. 'Þú lést þetta gerast fyrir mig'. Hann hefur svo mikla trú á mér, að kaupa mig fyrir mikinn pening og á síðasta ári þegar ég var að spila illa stóð hann við bakið á mér. Hann ræddi við mig og á þessu ári gaf hann mér pláss til að standa mig."


Athugasemdir
banner