Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, ræðir við Norðmanninn en hann stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á þjóðhátíðardeginum 17. júní, gegn Slóvakíu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, ræðir við Norðmanninn en hann stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á þjóðhátíðardeginum 17. júní, gegn Slóvakíu.
Í fyrri hluta þáttarins munu Elvar Geir Magnússon og Guðmundur gera upp fótboltavikuna með Baldvini Má Borgarssyni, aðstoðarþjálfara Ægis í Þorlákshöfn. Mjólkurbikarinn og Lengjudeildin eru meðal umræðuefna.
Stilltu inn á X977 alla laugardaga milli 12 og 14. Þátturinn mun svo seinna um daginn koma inn á allar hlaðvarpsveitur.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á Twitter undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir