Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 10. júní 2023 17:12
Kjartan Leifur Sigurðsson
Magnús Már: Við getum klárlega gert betur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila fínan leik. Vestri er með gott lið. Ég er ánægður með sigurinn en þetta var kaflaskipt hjá okkur. Við getum gert betur. En það er frábært að vígja nýja gervigrasið með sigri. Við spiluðum inná milli fínan bolta en eigum meira inni.” Segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigur gegn Vestra í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Vestri

Tvö mörk Aftureldingar komu eftir horn en frammistaðan var ekki frábær og því mikilvægt að fá mörk úr föstum leikatriðum.

„Það er að sjálfsögðu ánægjulegt. Við erum öflugir þar og gerðum þetta vel. Við sköpuðum ekki mikið og því var þetta frábært. Annað markið kom þó eftir frábært spil. Við þurfum heildsteyptari frammistöður.”

Afturelding situr nú i efsta sæti eftir að Fjölnir missteig sig í umferðinni.

„Við erum bara að hugsa um sjálfa okkur og hvað við getum gert. Við stjórnum ekki hvað aðrir gera. Við hugsum bara um að ná í sem flest stig sem er að ganga vel. Gaman að koma aftur á okkar heimavöll og okkur líður vel hér. Við höfum alltaf haft trú. Ég hefði auðvitað tekið þessarri stöðu fyrir mót. Við getum unnið og tapað fyrir öllum liðum deildarinnar.”
Athugasemdir
banner
banner