Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   lau 10. júní 2023 17:12
Kjartan Leifur Sigurðsson
Magnús Már: Við getum klárlega gert betur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila fínan leik. Vestri er með gott lið. Ég er ánægður með sigurinn en þetta var kaflaskipt hjá okkur. Við getum gert betur. En það er frábært að vígja nýja gervigrasið með sigri. Við spiluðum inná milli fínan bolta en eigum meira inni.” Segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigur gegn Vestra í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Vestri

Tvö mörk Aftureldingar komu eftir horn en frammistaðan var ekki frábær og því mikilvægt að fá mörk úr föstum leikatriðum.

„Það er að sjálfsögðu ánægjulegt. Við erum öflugir þar og gerðum þetta vel. Við sköpuðum ekki mikið og því var þetta frábært. Annað markið kom þó eftir frábært spil. Við þurfum heildsteyptari frammistöður.”

Afturelding situr nú i efsta sæti eftir að Fjölnir missteig sig í umferðinni.

„Við erum bara að hugsa um sjálfa okkur og hvað við getum gert. Við stjórnum ekki hvað aðrir gera. Við hugsum bara um að ná í sem flest stig sem er að ganga vel. Gaman að koma aftur á okkar heimavöll og okkur líður vel hér. Við höfum alltaf haft trú. Ég hefði auðvitað tekið þessarri stöðu fyrir mót. Við getum unnið og tapað fyrir öllum liðum deildarinnar.”
Athugasemdir
banner