
„Mér fannst við spila fínan leik. Vestri er með gott lið. Ég er ánægður með sigurinn en þetta var kaflaskipt hjá okkur. Við getum gert betur. En það er frábært að vígja nýja gervigrasið með sigri. Við spiluðum inná milli fínan bolta en eigum meira inni.” Segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigur gegn Vestra í Lengjudeildinni.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 1 Vestri
Tvö mörk Aftureldingar komu eftir horn en frammistaðan var ekki frábær og því mikilvægt að fá mörk úr föstum leikatriðum.
„Það er að sjálfsögðu ánægjulegt. Við erum öflugir þar og gerðum þetta vel. Við sköpuðum ekki mikið og því var þetta frábært. Annað markið kom þó eftir frábært spil. Við þurfum heildsteyptari frammistöður.”
Afturelding situr nú i efsta sæti eftir að Fjölnir missteig sig í umferðinni.
„Við erum bara að hugsa um sjálfa okkur og hvað við getum gert. Við stjórnum ekki hvað aðrir gera. Við hugsum bara um að ná í sem flest stig sem er að ganga vel. Gaman að koma aftur á okkar heimavöll og okkur líður vel hér. Við höfum alltaf haft trú. Ég hefði auðvitað tekið þessarri stöðu fyrir mót. Við getum unnið og tapað fyrir öllum liðum deildarinnar.”
Athugasemdir