Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   lau 10. júní 2023 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Man City fullkomnaði þrennuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Manchester City 1 - 0 Inter
1-0 Rodri ('68 )


Manchester City er sigurvegari Meistaradeildar Evrópu árið 2023 eftir sigur á Inter í úrslitaleiknum sem fram fór í Istanbul í kvöld.

Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill en eftir um hálftíma leik varð Man City fyrir áfalli þegar Kevin de Bruyne þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Hann meiddist aftan í læri en Phil Foden kom inn á í hans stað.

Staðan var markalaus í hálfleik en það lifnaði yfir þessu í síðari hálfleik. Eftir klukkutíma leik komst Lautaro Martinez í færi eftir hræðileg mistök Manuel Akanji en Ederson sá við honum.

Tæpum 10 mínútum síðar skoraði Rodri með föstu skoti og kom City yfir.

Á 70. mínútu hefðu Inter menn átt að jafna metin en skallinn frá Dimarco fór í Romelu Lukaku sem kom í veg fyrir mark.

Á lokamínútu venjulegs leiktíma fékk Lukaku tækifæri til að skora en skallinn fór beint á Ederson. Inter fékk síðasta tækifærið á lokasekúndunum eftir hornspyrnu en aftur var Ederson vel á verði og 1-0 sigur City staðreynd og City vinnur þrennuna stóru á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner