Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
banner
   lau 10. júní 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep setur pressu á De Bruyne - „Spilaðu besta leik lífs þíns"
Mynd: EPA

Pep Guardiola stjóri Manchester City vonast til að Kevin de Bruyne sýni allar sínar bestu hliðar í kvöld þegar City tekur á móti Inter Milan í úrslitum Meistaradeildarinnar.


Leikurinn fer fram í Istanbul og hefst klukkan 19. Guardiola vill að De Bruyne taki yfir leikinn.

„Hann er einstök manneskja. Það sem við höfum gert síðustu ár hefði verið ómögulegt án hans," sagði Guardiola.

„Ég sagði við hann: Vertu reiður, sár, öskraðu. Stundum er hann flatur, stundum verðuru að sýna tilfinningar á vellinum. Stundum er hann of næs. Hann er gjafmildur, hugsar stundum meira um að senda en skora. Hann er ánægður að leggja upp og láta aðra fá hrósið."

„Ég segi stundum. 'Jæja Kevin, sýnu mér, sýndu mér í úrslitum Meistaradeildarinnar hversu góður þúe rt, hversu mikilvægur þú ert. Spilaðu besta leik lífs þíns þá," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner