
„Ég var mjög ánægður með karakterinn hjá strákunum að koma til baka eftir að við lentum 0-2 undir,'' sagði Vigfús Arnar Jósepsson, þjálfari Leiknis, eftir 2-2 jafntefli gegn Grindavík í sjöttu umferð Lengjudeildarinnar í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 2 Grindavík
„Mér líður eins og að þetta sé leikur sem við gátum klárlega tekið þrjú stigin í. Við nýttum bara ekki nógu vel færin okkar og fengum svolítið auðveld mörk á okkur, en við virðum stigið samt líka."
Spurt var um frammistöðu Omar Sowe, sem átti ekki sérstakan leik í dag.
„Meðan hann er að koma sér í færi þá er ég hrikalega ánægður með það. Fyrir framherja þá er það bara þannig að stundum dettur ekki fyrir þá, en ég veit á meðan þeir koma sér í færi, þá er bara tímaspursmál hvenær markið kemur."
Leiknir fara í tveggja vikna pásu í deildinni, næsti leikur þeirra er 23. júní.
„Ef ég er alveg hreinskilinn þá myndi ég vilja spila sem fyrst. Það er smá hugur í okkur núna, en við tökum bara því. Þegar við mætum aftur til leiks verðum við klárir, 100 prósent.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir