Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. júní 2024 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef Thomas Frank heldur þessum Hollendingi í markinu, þá verð ég brjálaður"
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Flekken.
Mark Flekken.
Mynd: EPA
„Hann er glæsilegt eintak af manni," sagði Tómas Þór Þórðarson þegar rætt var um Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörð Íslands, í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Hákon Rafn átti virkilega góðan leik á Wembley þegar Ísland vann þar frábæran 0-1 sigur síðasta föstudagskvöld í vináttulandsleik.

Hákon Rafn, sem er 22 ára gamall, hefur komið virkilega sterkur inn í landsliðið og er búinn að eigna sér stöðu aðalmarkvarðar.

„Ef Thomas Frank (stjóri Brentford) heldur þessum Hollendingi í markinu, þá verð ég brjálaður," sagði Tómas jafnframt en Hákon er mála hjá Brentford. Hann gekk í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins frá Elfsborg í Svíþjóð í janúar síðastliðnum. Hákon hefur ekki enn spilað með aðalliðinu þar sem Mark Flekken hefur verið í þeirri stöðu.

„Brentford var búið að skoða hann í langan tíma. Ástæðan fyrir því að þeir stökkva inn og yfirbjóða Aston Villa er bara sú að þeir ætluðu ekki að missa hann. Þeir ætluðu ekki að missa hann."

Það er þægileg tilfinning að hafa Hákon í markinu.

„Ég hef ekki einar einustu áhyggjur þegar boltinn kemur svífandi inn á teiginn. Þegar setningin 'kóngur í ríki sínu' var skrifuð, þá var hún skrifuð um Hákon Rafn Valdimarsson. Hann er svo rólegur og það sem ég elska við hann er að hann grípur helvítis boltann þegar hann getur það. Hann velur réttu augnablikin til að kýla hann. Hann var algjörlega frábær," sagði Tómas.

„Það sem er líka frábært við hann er að hann er fótboltamaður. Hann skilur fótbolta," sagði Benedikt Bóas Hinriksson en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Birkir Már og landsliðsgleðin á Wembley
Athugasemdir
banner
banner