Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 10. júní 2024 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heaton fer með á EM sem æfingamarkvörður
Mynd: Manchester United
Tom Heaton, fyrrum landsliðmarkvörður Englands, hefur verið valinn til þess að fara með enska hópnum til Englands. Hann fer ekki sem einn af 26 leikmönnum í hópnum, heldur til þess að verða fjórði markvörður á æfingum liðsins.

Heaton á að baki þrjá landsleiki, lék þá á árunum 2016-17. Hann er 38 ára og er í dag markvörður Manchester United.

Hann spilaði ekkert í vetur hjá United en hann er þriðji markvörður liðsins á eftir Andre Onana og Altay Bayindir.

Jordan Pickford, Aaron Ramsdale og Dean Henderson eru markverðir landsliðsins. James Trafford var með á æfingum í aðdraganda valsins en fékk ekki kallið í lokahópinn.

Heaton er í viðræðum við United um nýjan samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner