Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. júlí 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður í eigu Arsenal yfirgaf völlinn grátandi vegna rasisma
Mynd: Getty Images
Jordi Osei-Tutu, leikmaður Arsenal sem er á láni hjá VFL Bochum, yfirgaf í gær völlinn í æfingaleik gegn St Gallen.

Jordi gekk af velli í tárum vegna rasískrar hegðunnar í sinn garð frá leikmanni St Gallen.

Jordi fór af velli en kom aftur inn á tveimur mínútum seinna.

Arsenal sendi í dag frá sér tilkynningu vegna málsins.

„Í gærkvöldi varð Jordi Osei-Tutu fyrir óásættanlegri rasísku aðkasti þegar hann lék með Bochum í æfingaleik gegn svissneska liðinu St Gallen. Við vinnum nú náið með Bochum og Jordi og við styðjum hann í þessu máli. Rasismi á ekki heima í okkar leik og við samþykkjum hann ekki í neinu formi."







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner