banner
   fös 10. júlí 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Cloe ekki ennþá lögleg með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse, kantmaður Benfica, er ekki ennþá komin með leikheimild með íslenska landsliðinu þrátt fyrir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt í fyrra.

„Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA um að vera lögleg með landsliðinu. Við erum að vinna í þeim hlutum með henni en á meðan hún uppfyllir ekki þær kröfur þá er lítið sem við getum gert í því. Það er miður því hún er frábær leikmaður sem kæmi sterklega til greina í landsliðið og hún nýst okkur vel. Eins og staðan er núna er hún ekki leikmaður íslenska landsliðsins og kemur ekki til greina í landsliðið að svo stöddu," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport.

„Þetta er búseta á Íslandi. Hún hefur ekki uppfyllt þær kröfur enn þá er og því ekki gjaldgeng í íslenska landsliðið en við erum að kenna réttarstöðuna í því. Eins og staðan er núna er voða lítið frá að segja í því máli. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist í því en við erum að vinna í því.“

Hin 27 ára gamla Cloe skoraði 54 mörk í 79 leikjum með ÍBV á árunum 2015 til 2019 áður en hún gekk í raðir Benfica.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner