Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. júlí 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 3. deild: Ég vil að þessi gaur verði áfram
Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
Pape í leik með Víkingi Ólafsvík.
Pape í leik með Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pape Mamadou Faye er leikmaður tíundu umferðar 2. deildar karla að mati Ástríðunnar.

Þessi sóknarmaður Tindastóls skoraði fernu í góðum 6-3 sigri gegn Einherja.

„Ég vill að þessi gaur verði áfram því hann er búinn að koma frábærlega inn í þetta. Hann er geggjaður. Ástæðan fyrir því að hann kemur inn er að hann skorar mörk og hann miðlar reynslu til yngri gæja. Hann er geggjaður gæi," sagði Óskar Smári Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Tindastóls, um Pape.

„Hann skoraði fjögur og er að koma frábærlega inn í þetta. Hann er búinn að skora níu mörk í níu leikjum," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann er ekki bara góður að skora mörk. Hann er góður liðsfélagi og styrkir hópinn. Tindastóll datt í lukkupottinn að fá þennan strák," sagði Óskar Smári.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
Ástríðan - Óskar Smári mætti og reif kjaft
Athugasemdir
banner
banner
banner