Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   mið 10. júlí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Vanmetin perla í fótboltasögunni
Fer England í úrslitaleikinn?
Fer England í úrslitaleikinn?
Mynd: Getty Images
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cody Gakpo hefur átt mjög gott mót.
Cody Gakpo hefur átt mjög gott mót.
Mynd: EPA
Hvaða lið mætir Spáni í úrslitaleik Evrópumótsins? Það kemur í ljós í kvöld þegar England og Holland eigast við í hinum undanúrslitaleiknum.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

England 1 - 2 Holland
Þetta verður lokað framan af en örvæntið ekki. Breytingar í hálfleik verða til þess að leikurinn opnast og við fáum þrjú mörk í seinni. Cody Gakpo verður hetjan hér sem fyrr, sá er að eiga mót og rúmlega það. Við fáum sama úrslitaleik og á HM 2010, sem er vanmetin perla í fótboltasögunni.

Jóhann Páll Ástvaldsson

England 1 - 1 Holland
Englendingar verða í brasi en ná á einhvern ótrúlegan máta að knýja fram framlengingu.

Hollendingar vaða upp hægra megin trekk í trekk og þar mun Dumfries valda skaða. Sviss eru farnir út af mótinu aðallega því að Widmer og Schar fengu ítrekað álitlegar stöður.

Hollendingar komast yfir 1-0 en Englendingar jafna. Í framlengingu getur England frískað upp á leik sinn með varamönnum á meðan að hollenska liðið veikist. Mest munar um að Kane fer út af. Endum þó aftur í vító og snareðlan Pickford ver aftur eitt. England í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni. Hvernig? Það veit Guð einn.

Fótbolti.net - Arnar Laufdal

England 1 - 2 Holland
Þetta verður svipaður leikur og Spánn gegn Frakklandi, og mun spilast svipað. Holland með mann mótsins í Cody Gakpo og besta hafsent í heimi VVD munu sjá til þess að Hollendingar vinni þennan leik og við fáum frábæran úrslitaleik. Trúi ekki að England fari áfram á lyginni þriðja skiptið í röð.

Staðan:
Gunni Birgis - 12 stig
Fótbolti.net - 8 stig
Jói Ástvalds - 7 stig
Athugasemdir
banner
banner