Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. ágúst 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Katla í baráttunni gegn Val.
Katla í baráttunni gegn Val.
Mynd: Einar Ásgeirsson
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íris Una Þórðardóttir.
Íris Una Þórðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Mist Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir.
Stefanía Ragnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Katla María er uppalin hjá Reyni í Sandgerði og Keflavík en gekk í raðir Fylkis fyrir þessa leiktíð í Pepsi Max-deildinni. Katla hefur tekið þátt í sex af sjö leikjum Fylkis til þessa í deildinni og spilar hún iðulega sem miðvörður.

Katla er með mikla reynslu af unglingalandsleikjum og hefur þegar leikið 38 slíka og skorað í þeim þrjú mörk. Katla lék sinn fyrsta leik með Keflavík í 1. deildinni sumarið 2015. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Katla María Þórðardóttir.

Gælunafn: ekki með neitt gælunafn.

Aldur: 19 ára.

Hjúskaparstaða: Lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: fyrsti leikurinn var árið 2015 á Móti ÍA.

Uppáhalds drykkur: Nocco Rasberry Blast.

Uppáhalds matsölustaður: Wok on.

Hvernig bíl áttu: geggjaðan Suzuki Swift.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends eru alltaf Klassískir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson.

Fyndnasti Íslendingurinn: Pabbi á sín móment.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bláber, kökudeig og piparfylltar lakkrísreimar.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Þú mátt sækja pöntunina þína kl: 13:15- Dominos’’

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ekkert lið sem mér dettur í hug.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hlín Eiríksdóttir.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: hef verið mjög heppin með þjálfara, get því ekki gert upp á milli þeirra.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane getur verið óþolandi inn á vellinum.

Sætasti sigurinn: Sigurinn á móti Þýskalandi með U19.

Mestu vonbrigðin: Að ná ekki að taka þátt í milliriðlinum með U19 vegna Covid.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: væri geggjað að fá Natasha Anasi, hún er geggjaður leikmaður.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Þórir Jóhann og Sveindís Jane.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Rúrik Gíslasson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Íris Una Þórðardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Virgil van Dijk.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: held að Íris taki þann titil.

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðskaginn, fer að færa lögheimilið mitt þangað.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: knúsaði einu sinni dómarann í leik til þess að hann myndi sleppa því að gefa mér annað gula spjaldið mitt.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: leggja símann á náttborðið.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með körfubolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: ég er vandræðilega léleg í stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik: það var þegar ég var að úti í Hollandi með U19, við vorum á leiðinni á leikstað þegar við Áslaug Munda föttuðum að við höfðum gleymt búningunum upp á hótelherbergi, Doddi þjálfari var allt annað en sáttur.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Írisi Unu, Sveindísi Jane og Stefaníu Ragnars, það yrði endalaust hlegið.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég er með mikla táfóbíu.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Berglind Rós, gerði mér ekki alveg grein fyrir því hvað hún er geggjuð í fótbolta.

Hverju laugstu síðast: Laug að pabba að ég hafi ekki keyrt á götukant á bílnum hans.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun og tækni.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi biðja Xherdan Shaqiri um að gefa mér kálfa prógrammið sitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner