Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. ágúst 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Ekki hægt að dæma Man Utd fyrr en á gluggadegi
Mynd: Getty Images

Jamie Carragher er fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports og sagði skoðun sína á félagaskiptaglugga Manchester United í sumar.


Félagið hefur verið gagnrýnt harkalega undanfarna daga fyrir að reyna við Marko Arnautovic og Adrien Rabiot, tvo leikmenn sem Erik ten Hag er hrifinn af og telur henta sínum leikstíl fullkomlega.

„Ég held að Man Utd geri betur en á síðasta tímabili. Það er kannski erfitt að gera verr heldur en í fyrra þegar kemur að stigastöfnun og markatölu en sumarglugginn er ennþá opinn í nokkrar vikur og hlutirnir geta breyst fljótt," sagði Carragher.

„Fólk er að gagnrýna leikmennina sem félagið vill fá til sín en ég man þegar Liverpool var í sömu stöðu og Man Utd er í dag. Þá vorum við að reyna að elta toppliðin og taka áhættur með að kaupa ákveðna leikmenn. Liverpool og Man City dagsins í dag þurfa ekki að taka sömu áhættur og Man Utd í leikmannakaupum. 

,,Það er ekki hægt að dæma Man Utd fyrr en sumarglugginn er lokaður. Ten Hag gerði frábæra hluti hjá Ajax þar sem liðið var ótrúlega samkeppnishæft í Meistaradeildinni. Hann byggði upp tvö frábær lið hjá Ajax og það er mikilvægt fyrir Rauðu djöflana og treysta nýja stjóranum sínum."


Athugasemdir
banner
banner