Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. ágúst 2022 11:07
Elvar Geir Magnússon
Sarr orðaður við Man Utd - Arsenal í viðræðum um Tonali
Powerade
Man City neitar spænskum fréttum.
Man City neitar spænskum fréttum.
Mynd: EPA
Ismaila Sarr er orðaður við Man Utd.
Ismaila Sarr er orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Silva, Aubameyang, Sarr, Morata, Tonali, Fofana og fleiri í slúðurpakkanum í boði Powerade. Margt áhugavert í pakkanum á þessum fallega miðvikudegi.

Manchester City hefur hafnar þeim sögusögnum að félagið hafi samþykkt tilboð frá Barcelona í portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (28). (Mail)

Fréttir frá Spáni sögðu að Manchester City hefði samþykkt tilboð milli 42 og 46,5 milljónum punda í Bernardo Silva frá Barcelona. (Managing Barca)

Manchester United mun nú beina athygli sinni að senegalska sóknarmanninum Ismaila Sarr (24) hjá Watford eftir að hafa hætt við að kaupa austurríska sóknarmanninn Marko Arnautovic (33) frá Bologna. (Sun)

United hefur fengið tækifæri til að kaupa spænska sóknarmanninn Alvaro Morata (29) sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Atletico Madrid. (ESPN)

Hollenski sóknarleikmaðurinn Cody Gakpo (23) hjá PSV Eindhoven er annar leikmaður sem Manchester United hefur áhuga á en félagið þyrfti að reiða fram um 35 milljónum punda til að fá hann. (Telegraph)

Arsenal er í viðræðum um Sandro Tonali (22), miðjumann AC Milan, en ítalska félagið vill fá 46 milljónir punda fyrir ítalska landsliðsmanninn. (Mail)

Arsenal er að vinna baráttu við Liverpool um spænska vængmanninn Yeremi Pino (19) sem kostar um 33 milljónir punda. Pino er hjá Villarreal en félagið á í fjárhagserfiðleikum. (Metro)

Chelsea er að vinna í því að kaupa miðvörðinn Wesley Fofana (21) frá Leicester á 85 milljónum punda en það gæti mistekist því Paris St-Germain gerir sig líklegt í að blanda sér í leikinn. (TalkSport)

Chelsea er að búa sig undir annað tilboð í ítalska miðjumaninn Cesare Casadei (19) en búist er við því að Inter taki um 12 milljóna punda tilboði í hann. (Evening Standard)

Chelsea mun ákveða það í þessari viku hvort félagið muni gera tilboð í Pierre Emerick Aubameyang (33), sóknarmann Barcelona, og reyna að fá hann aftur í enska boltann. (FourFourTwo)

Skotlandsmeistarar Celtic hafa áhuga á að fá Alex Collado (23), vængmann Barcelona. (Daily Record)

Leeds United hefur öðlast nýja von um að geta fengið franska sóknarmanninn Arnaud Kalimuendo (20) frá Paris St-Germain. Franska stórliðið er tilbúið að hlusta á tilboð. (Yahoo Sports)

Newcastle býr sig undir að gera fyrsta tilboð upp á 25 milljónir punda í Goncalo Ramos (21), portúgalskan sóknarmann Benfica sem er einnig á blaði hjá Paris St-Germain. (Express)

Barcelona hefur boðið hollenska sóknarmanninn Memphis Depay (28) til ítalska liðsins Juventus. Börsungar vilja losa um leikmenn til að losa um fjárhagsvandamál. (Goal)

Stjórnarformaður Espanyol segir að Spánverjinn Raul de Tomas (27) megi yfirgefa félagið. Everton, Newcastle og West Ham hafa áhuga á sóknarmanninum sem metinn er á 30 milljónir punda. (Birmingham Mail)

Cardiff City hefur hafnað 2,5 milljóna punda tilboði Burnley í sóknarmanninn velska Isaak Davies (20). (Wales Online)

Hull City vill fá enska hægri bakvörðinn Jeremy Ngakia (21) frá Watford. Leikmaðurinn hefur færst aftar í goggunarröðina á Vicarage Road. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner