Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 15:27
Ívan Guðjón Baldursson
Brentford að kaupa Fábio Carvalho: „Here we go!"
Mynd: John Walton
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn vinsæli Fabrizio Romano greinir frá því að portúgalski sóknartengiliðurinn Fábio Carvalho sé á leið til Brentford fyrir tæplega 30 milljónir punda.

Brentford borgar 20 milljónir punda og eru 7,5 milljónir aukalega í boði í árangurstengdar aukagreiðslur. Þá heldur fær Liverpool 17,5% af upphæðinni ef Carvalho verður seldur aftur frá Brentford í framtíðinni.

Brentford er búið að ná samkomulagi við Carvalho, sem er 21 árs, um persónuleg kjör. Talið er að hann geri fimm ára samning við félagið.

Carvalho á 21 leik að baki fyrir meistaraflokk Liverpool en hefur einnig spilað fyrir Fulham, RB Leipzig og Hull City á ferlinum.

Carvalho var hjá Hull á seinni hluta síðustu leiktiðar og skoraði þar 9 mörk og gaf 2 stoðsendingar í 20 leikjum í Championship deildinni.

Romano hefur sett sinn fræga „here we go!" stimpil á félagaskiptin.

Carvalho spilaði 22 landsleiki fyrir unglingalandslið Englands áður en hann skipti yfir í portúgalska landsliðið, þar sem hann skoraði 2 mörk í 4 leikjum fyrir U21 liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner