Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 10. ágúst 2024 15:03
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: FHL valtaði yfir ÍBV til að tryggja sig upp
Lengjudeildin
Mynd: FHL
FHL 5 - 1 ÍBV
1-0 Emma Hawkins ('5 , Mark úr víti)
2-0 Emma Hawkins ('48 )
3-0 Selena Del Carmen Salas Alonso ('56 )
3-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('70 )
4-1 Emma Hawkins ('81 )
5-1 Samantha Rose Smith ('89 )

FHL tók á móti ÍBV í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna og gerðu ógnarsterkir Austfirðingar sér lítið fyrir og sigruðu viðureignina 5-1. FHL tryggði sér þannig sæti í efstu deild kvenna á næstu leiktíð eftir langa fjarveru og er aðeins einu stigi frá Lengjudeildartitlinum.

Emma Hawkins skoraði þrennu í sigrinum en staðan var aðeins 1-0 í leikhlé, eftir vítaspyrnu Emmu á fimmtu mínútu.

Ágústa María Valtýsdóttir gerði eina mark Eyjakvenna í leiknum en Selena Alonso og Samantha Smith komust einnig á blað í liði FHL.

FHL trónir á toppi Lengjudeildarinnar með 12 stiga forystu og er svo gott sem búið að sigra þessa deild, með 37 stig eftir 14 umferðir

ÍBV er áfram í fjórða sæti deildarinnar en liðið hefði hoppað upp í 2. sætið með sigri í dag. ÍBV er með 22 stig eftir 14 leiki.

Emma er búin að skora 24 mörk í 14 deildarleikjum í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner