Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   lau 10. ágúst 2024 16:13
Ívan Guðjón Baldursson
Samfélagsskjöldurinn: Man City vann eftir vítaspyrnur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Man City 1 - 1 Man Utd 7-6 eftir vítaspyrnur
0-1 Alejandro Garnacho ('82)
1-1 Bernardo Silva ('89)

Manchester City og Manchester United mættust í opnunarleik enska úrvalsdeildartímabilsins þegar þessi nágrannalið mættust í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

Staðan var markalaus lengst af þar sem nokkuð jafnræði ríkti á vellinum. Man City fékk hættulegri færi í fyrri hálfleik en Man Utd í þeim seinni.

Alejandro Garnacho tók forystuna fyrir United með flottu einstaklingsframtaki á 82. mínútu en Bernardo Silva jafnaði sex mínútum síðar, eftir frábæra fyrirgjöf frá Oscar Bobb, til að knýja fram vítaspyrnukeppni.

Bernardo Silva klúðraði fyrir City og svo brenndi Jadon Sancho af í liði United, en allir aðrir skoruðu og var farið í bráðabana.

Þar skoruðu allir þar til Jonny Evans klúðraði og City tryggði sér skjöldinn eftir nokkra bið. Þetta er fjórða árið í röð sem Man City fer í úrslitaleikinn um Samfélagsskjöldinn eftir að hafa tapað gegn Arsenal, Liverpool og Leicester City síðustu þrjú skipti.
Athugasemdir
banner
banner
banner