PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   þri 10. september 2024 10:37
Elvar Geir Magnússon
Rétt ákvörðun að reka Rice af velli
Nefnd hefur úrskurðað að það hafi verið rétt að gefa Rice seinna gula.
Nefnd hefur úrskurðað að það hafi verið rétt að gefa Rice seinna gula.
Mynd: Getty Images
Chris Kavanagh.
Chris Kavanagh.
Mynd: EPA
Dómarinn Chris Kavanagh tók rétta ákvörðun með því að gefa Declan Rice rauða spjaldið í 1-1 jafnteflisleiknum gegn Brighton þann 31. ágúst.

Þetta er niðurstaða nefndar sem skoðar stórar ákvarðanir í ensku úrvalsdeildinni.

Rice fékk gult spjald fyrir tæklingu í lok fyrri hálfleiks. Í byrjun seinni hálfleiks fékk Rice sitt annað gula spjald fyrir að ýta boltanum í burtu þegar Joel Veltman ætlaði að taka aukaspyrnu.

Nefndin segir um augljósan ásetning að ræða hjá Rice og hárrétt hafi verið að gefa honum seinna gula spjaldið.

„Rice veit hvað hann er að gera, þetta er ekki mikil snerting en þegar dómarinn sér það hefur hann ekkert val," segir í niðurstöðu nefndarinnar.

Þetta var fyrsta rauða spjaldið á ferli enska landsliðsmanninn. Arsenal var 1-0 yfir þegar Rice fékk rauða spjaldið en Joao Pedro jafnaði í 1-1 fyrir Brighton.

Nefndin óháð og er skipuð þremur fyrrum leikmönnum eða þjálfurum, einum fulltrúa ensku úrvalsdeildarinnar og einum frá stjórn dómaramála.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 2 +10 15
2 Man City 6 4 2 0 14 6 +8 14
3 Arsenal 6 4 2 0 12 5 +7 14
4 Chelsea 6 4 1 1 15 7 +8 13
5 Aston Villa 6 4 1 1 12 9 +3 13
6 Fulham 6 3 2 1 8 5 +3 11
7 Newcastle 6 3 2 1 8 7 +1 11
8 Tottenham 6 3 1 2 12 5 +7 10
9 Brighton 6 2 3 1 10 8 +2 9
10 Nott. Forest 6 2 3 1 6 5 +1 9
11 Bournemouth 6 2 2 2 8 9 -1 8
12 Brentford 6 2 1 3 8 10 -2 7
13 Man Utd 6 2 1 3 5 8 -3 7
14 West Ham 6 1 2 3 6 10 -4 5
15 Ipswich Town 6 0 4 2 5 10 -5 4
16 Everton 6 1 1 4 7 15 -8 4
17 Leicester 6 0 3 3 8 12 -4 3
18 Crystal Palace 6 0 3 3 5 9 -4 3
19 Southampton 6 0 1 5 3 12 -9 1
20 Wolves 6 0 1 5 6 16 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner