Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 10. september 2024 10:37
Elvar Geir Magnússon
Rétt ákvörðun að reka Rice af velli
Chris Kavanagh.
Chris Kavanagh.
Mynd: EPA
Dómarinn Chris Kavanagh tók rétta ákvörðun með því að gefa Declan Rice rauða spjaldið í 1-1 jafnteflisleiknum gegn Brighton þann 31. ágúst.

Þetta er niðurstaða nefndar sem skoðar stórar ákvarðanir í ensku úrvalsdeildinni.

Rice fékk gult spjald fyrir tæklingu í lok fyrri hálfleiks. Í byrjun seinni hálfleiks fékk Rice sitt annað gula spjald fyrir að ýta boltanum í burtu þegar Joel Veltman ætlaði að taka aukaspyrnu.

Nefndin segir um augljósan ásetning að ræða hjá Rice og hárrétt hafi verið að gefa honum seinna gula spjaldið.

„Rice veit hvað hann er að gera, þetta er ekki mikil snerting en þegar dómarinn sér það hefur hann ekkert val," segir í niðurstöðu nefndarinnar.

Þetta var fyrsta rauða spjaldið á ferli enska landsliðsmanninn. Arsenal var 1-0 yfir þegar Rice fékk rauða spjaldið en Joao Pedro jafnaði í 1-1 fyrir Brighton.

Nefndin óháð og er skipuð þremur fyrrum leikmönnum eða þjálfurum, einum fulltrúa ensku úrvalsdeildarinnar og einum frá stjórn dómaramála.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner