Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   mán 10. október 2022 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Adda: Einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár
Icelandair
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, betur þekkt sem Adda, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan er gríðarlega stór leikur hjá kvennalandsliðinu þar sem stelpurnar okkar mæta Portúgal í umspilinu fyrir HM. Leikurinn fer fram á morgun.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

„Þetta leggst mjög vel í mig," segir Adda.

Stærstu tíðindin fyrir æfinguna voru það að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var ekki með vegna veikinda sem eru að hrjá hana. Adda hefur samt sem áður fulla trú á því að Sara spili á morgun.

„Auðvitað er ekki gott fyrir hana að æfa ekki daginn fyrir leik, en ef það hefur ekki áhrif á einhvern þá er það Sara Björk. Ég hef ekki áhyggjur að það hafi áhrif á morgun," sagði Adda.

„Auðvitað hefði maður viljað hafa hana á æfingu í dag, en ég hugsa að þetta séu varúðarráðstafanir."

„Alveg 100 prósent," sagði hún aðspurð að því hvort hún haldi að Sara spili á morgun.

Portúgalska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er bara gott lið. Seinustu ár hafa þær tekið miklum framförum. Við sáum á EM hversu góðar þær eru. Fyrir leikinn erum við hærra skrifaðar, en þær eru góðar. Þetta verður hörkuleikur."

„Maður er í þessu fyrir svona stundir. Þær eru búnar að spila nokkra stóra leiki upp á síðkastið og margar þeirra hafa spilað leiki af þessari stærðargráðu. Ég held að þetta sé fyrst og fremst gaman. Maður finnur að það er stemning í hópnum. Þær eru búnar að bíða lengi, búnar að vera saman í viku. Þær hefðu auðvitað viljað tryggja þetta fyrir mánuði síðan en fá annað tækifæri á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar að ofan ræðir Adda meira um leikinn. Hún greinir svo frá sinni spá fyrir leikinn í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner