Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 10. október 2022 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Adda: Einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár
Icelandair
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, betur þekkt sem Adda, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan er gríðarlega stór leikur hjá kvennalandsliðinu þar sem stelpurnar okkar mæta Portúgal í umspilinu fyrir HM. Leikurinn fer fram á morgun.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

„Þetta leggst mjög vel í mig," segir Adda.

Stærstu tíðindin fyrir æfinguna voru það að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var ekki með vegna veikinda sem eru að hrjá hana. Adda hefur samt sem áður fulla trú á því að Sara spili á morgun.

„Auðvitað er ekki gott fyrir hana að æfa ekki daginn fyrir leik, en ef það hefur ekki áhrif á einhvern þá er það Sara Björk. Ég hef ekki áhyggjur að það hafi áhrif á morgun," sagði Adda.

„Auðvitað hefði maður viljað hafa hana á æfingu í dag, en ég hugsa að þetta séu varúðarráðstafanir."

„Alveg 100 prósent," sagði hún aðspurð að því hvort hún haldi að Sara spili á morgun.

Portúgalska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er bara gott lið. Seinustu ár hafa þær tekið miklum framförum. Við sáum á EM hversu góðar þær eru. Fyrir leikinn erum við hærra skrifaðar, en þær eru góðar. Þetta verður hörkuleikur."

„Maður er í þessu fyrir svona stundir. Þær eru búnar að spila nokkra stóra leiki upp á síðkastið og margar þeirra hafa spilað leiki af þessari stærðargráðu. Ég held að þetta sé fyrst og fremst gaman. Maður finnur að það er stemning í hópnum. Þær eru búnar að bíða lengi, búnar að vera saman í viku. Þær hefðu auðvitað viljað tryggja þetta fyrir mánuði síðan en fá annað tækifæri á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar að ofan ræðir Adda meira um leikinn. Hún greinir svo frá sinni spá fyrir leikinn í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner