Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 10. október 2022 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Adda: Einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár
Icelandair
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í mörg ár," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, betur þekkt sem Adda, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan er gríðarlega stór leikur hjá kvennalandsliðinu þar sem stelpurnar okkar mæta Portúgal í umspilinu fyrir HM. Leikurinn fer fram á morgun.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

„Þetta leggst mjög vel í mig," segir Adda.

Stærstu tíðindin fyrir æfinguna voru það að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var ekki með vegna veikinda sem eru að hrjá hana. Adda hefur samt sem áður fulla trú á því að Sara spili á morgun.

„Auðvitað er ekki gott fyrir hana að æfa ekki daginn fyrir leik, en ef það hefur ekki áhrif á einhvern þá er það Sara Björk. Ég hef ekki áhyggjur að það hafi áhrif á morgun," sagði Adda.

„Auðvitað hefði maður viljað hafa hana á æfingu í dag, en ég hugsa að þetta séu varúðarráðstafanir."

„Alveg 100 prósent," sagði hún aðspurð að því hvort hún haldi að Sara spili á morgun.

Portúgalska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er bara gott lið. Seinustu ár hafa þær tekið miklum framförum. Við sáum á EM hversu góðar þær eru. Fyrir leikinn erum við hærra skrifaðar, en þær eru góðar. Þetta verður hörkuleikur."

„Maður er í þessu fyrir svona stundir. Þær eru búnar að spila nokkra stóra leiki upp á síðkastið og margar þeirra hafa spilað leiki af þessari stærðargráðu. Ég held að þetta sé fyrst og fremst gaman. Maður finnur að það er stemning í hópnum. Þær eru búnar að bíða lengi, búnar að vera saman í viku. Þær hefðu auðvitað viljað tryggja þetta fyrir mánuði síðan en fá annað tækifæri á morgun."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar að ofan ræðir Adda meira um leikinn. Hún greinir svo frá sinni spá fyrir leikinn í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner