Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   fim 10. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir engan hafa haft áhrif á ákvörðunina með Mbappe
Kylian Mbappé.
Kylian Mbappé.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að það hafi alfarið verið sín ákvörðun að velja stórstjörnuna Kylian Mbappe ekki í nýjasta landsliðshóp sinn.

Það hefur vakið undrun í Frakklandi að Mbappe sé ekki í hópnum þar sem hann spilaði í síðasta leik Real Madrid fyrir landsleikjahlé.

Mbappe, sem er fyrirliði franska landsliðsins, hefur verið gagnrýndur í heimalandi sínu fyrir að mæta ekki í verkefnið þegar hann getur spilað.

Deschamps segir þó engan hafa haft áhrif á ákvörðunina, hann hafi tekið hana sjálfur.

„Mbappe var ekki heill heilsu gegn Villarreal. Það var engin beiðni. Ákvörðunin mín. Hann spilaði gegn Villarreal en var ekki 100 prósent heill þar," sagði Deschamps.

Frakkland er í riðli í Þjóðadeildinni með Ítalíu, Belgíu og Ísrael.
Athugasemdir
banner
banner