Zlatan Ibrahimovic starfar í dag sem ráðgjafi fyrir AC Milan en hann hefur nefnt tvo stjóra sem hann hefði viljað spila fyrir á leikmannaferli sínum.
Zlatan er 44 ára en hann lék fyrir Milan, Inter, Juventus, Barcelona, Paris Saint-Germain, Manchester United og Ajax. Hann lék fyrir marga af bestu þjálfurum sögunnar; þar má nefna Jose Mourinho, Pep Guardiola, Carlo Ancelotti og Fabio Capello.
Zlatan er 44 ára en hann lék fyrir Milan, Inter, Juventus, Barcelona, Paris Saint-Germain, Manchester United og Ajax. Hann lék fyrir marga af bestu þjálfurum sögunnar; þar má nefna Jose Mourinho, Pep Guardiola, Carlo Ancelotti og Fabio Capello.
„Ég vildi að ég hefði náð að spila undir stjórn Sir Alex Ferguson og Jurgen Klopp," sagði Zlatan þegar hann var spurður.
Hann tók við spurningum á ráðstefnu í Róm og sagði meðal annars að brasilíska landsliðið, sem er nú undir stjórn Ancelotti, hafi það sem þarf til að vinna HM á næsta ári.
„Ég vona að Brasilía taki þetta með vini mínum Ancelotti. Hann getur framkvæmt töfra og búið til gull fyrir Brasilíu," sagði Zlatan.
Athugasemdir