Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. nóvember 2019 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Gladbach jók forskot sitt í fjögur stig
Klukkan slær gleði hjá Gladbach.
Klukkan slær gleði hjá Gladbach.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Getty Images
Borussia Mönchengladbach styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með sigri gegn Werder Bremen á heimavelli.

Gladbach leiddi 2-0 í hálfleik, en Davy Klaassen fékk tækifæri til þess að minnka muninn úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Hann klúðraði hins vegar spyrnunni og refsaði Gladbach með því að skora þriðja markið sex mínútum síðar.

Werder Bremen minnkaði muninn þegar lítið var eftir, lokatölur 3-1 fyrir Gladbach.

Gladbach er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, fjögurra stiga forskot, þegar 11 umferðum er lokið.

Bayer Leverkusen og Freiburg unnu einnig sigra í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Freiburg hefur komið liða mest á óvart, ásamt Gladbach. Freiburg er í fjórða sæti með 21 stig.

Borussia M. 3 - 1 Werder
1-0 Ramy Bensebaini ('20 )
2-0 Patrick Herrmann ('22 )
2-0 Davy Klaassen ('53 , Misnotað víti)
3-0 Patrick Herrmann ('59 )
3-1 Leonardo Bittencourt ('90 )
Rautt spjald:Ramy Bensebaini, Borussia M. ('87)

Wolfsburg 0 - 2 Bayer
0-1 Karim Bellarabi ('25 )
0-2 Paulinho ('90 )

Freiburg 1 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Nils Petersen ('77 )
Rautt spjald: Gelson Fernandes, Eintracht Frankfurt ('45), David Angel Abraham, Eintracht Frankfurt ('90)

Ótrúlegur endir á leik hjá Guðlaugi og hans félögum
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Darmstadt og lék allan leikinn er hans lið gerði jafntefli gegn Jahn Regensburg á heimavelli sínum í þýsku B-deildinni.

Jahn komst yfir á 15. mínútu og leiddi lengi vel, en Darmstadt jafnaði á 88. mínútu og virtist vera að tryggja sér sigur með marki á 90. mínútu.

Það getur hins vegar allt gerst í fótbolta og jöfnuðu gestirnir aftur á 94. mínútur. Ótrúlegur endasprettur á þessum leik.

Darmstadt er í 13. sæti með 15 stig. Núna fer Guðlaugur Victor til Tyrklands þar sem íslenska landsliðið mætir heimamönnum í undankeppni EM 2020 í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner