Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. desember 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin í dag - Úrslitaleikur í Austurríki
Tryggir Haaland Salzburg áfram?
Tryggir Haaland Salzburg áfram?
Mynd: Getty Images
Átta leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Riðlar E-H klárast í kvöld.

Í E-riðli fer fram úrslitaleikur þegar Liverpool heimsækir Salzburg. Ef Salzburg vinnur og Napoli klárar Genk á sama tíma, kemst Liverpool ekki áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Í F riðli þarf Inter á sigri að halda gegn Barcelona ætli liðið sér áfram. Lionel Messi verður hvíldur hjá Barca og mögulega fleiri þekktar stærðir þar sem liðið er öruggt áfram.

Dortmund þarf að treysta á Barcelona ætli liðið sér áfram. Í G-riðli mætast Benfica og Zenit annars vegar og Lyon og Leipzig hins vegar.

Þá er háspenna lífshætta í H-riðli. Fréttaritari mælir með því að lesa greinina: Hvað er í húfi í Meistaradeildinni í vikunni? til að lesa betur um stöðuna í riðlunum átta.

Meistaradeildin 6. umferð - þriðjudagur 10. desember
Riðill F
20:00 Dortmund - Slavia Prag
20:00 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)

Riðill E
17:55 Salzburg - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Napoli - Genk

Riðill G
20:00 Benfica - Zenit
20:00 Lyon - RB Leipzig

Riðill H
20:00 Ajax - Valencia (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Chelsea - Lille (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner