
Cristiano Ronaldo er áfram á bekknum hjá Portúgal en hann missti sætið í 16-liða úrslitum til Goncalo Ramos sem nýtti tækifærið og skoraði þrennu.
Hann fær traustið og er áfram í byrjunarliðinu.
Það er ein breyting á liðinu sem valtaði yfir Sviss í 16 liða úrslitunum. WIlliam Carvalho fær sér sæti á bekknum og Ruben Neves kemur inn á í hans stað.
Það eru tvær breytingar á liði Marokkó sem vann Spán í vítaspyrnukeppni. Jawad El Yamiq og Yahya Attiat-Allah koma inn fyrir Nayef Aguerd og Noussair Mazraoui sem eru meiddir.
Marokkó: Bono, Hakimi, Saiss, Amrabat, Amallah, Ounahi, Ziyech, Boufal, En-Nesyri, Yamiq, Attiat-Allah.
Portúgal: Costa, Dalot, Pepe, Dias, Guerreiro, Fernandes, Otavio, Silva, Felix, Ramos, Neves.
Athugasemdir