
Portúgal er marki undir í hálfleik gegn Marokkó en markið kom á 42. mínútu. Portúgal hefur verið meira með boltann en Marokkó skapað sér hættulegri færi.
Bruno Fernandes leikmaður Portúgal vildi fá vitaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en dómari leiksins gerði ekkert í því og lét leikinn halda áfram.
Fernandes féll í teignum stuttu eftir að Marokkó komst yfir. Hann féll full auðveldlega og spurning hvort hann hefði ekki getað staðið þetta af sér þar sem hann var kominn í gott færi áður en hann datt.
Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Fernandes var nálægt því að bæta þetta upp stuttu síðar þegar hann átti skot í slána.
What a disgraceful player Bruno Fernandes is#FIFAWorldCup
— B/R Anfield ???????? (@lfc_allting) December 10, 2022
pic.twitter.com/ldFp7eefqO
Athugasemdir