
Marokkó er með eins marks forystu gegn Portúgal í hálfleik í 8 liða úrslitum á HM.
Portúgal hefur verið mun meira með boltann í leiknum en það virðist vera nánast í hvert sinn sem Marokkó fær boltann ná þeir hættulegri sókn.
Það skilaði sér loksins þegar Youssef En-Nesyri fékk fyrirgjöf og stökk mannahæst og skallaði boltann í netið.
Diogo Costa markvörður Portúgal gerði sig sekann um að fara í smá skógarferð. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Marokkómenn eru komnir yfir! En-Nesyri reis manna hæst í teignum og stangaði boltann inn eftir glæsilegt spil pic.twitter.com/pIgcEq3r3I
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
Athugasemdir