
Í kvöld fer fram lokaleikurinn í 8-liða úrslitum HM, þá mætast Frakkland og England í risaleik. Sigurvegarinn mætir svo annað hvort Marokkó eða Portúgal í undanúrslitum.
Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, spáir í spilin.
Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, spáir í spilin.
Hjörvar Hafliðason:
Frakkland 1 - 2 England
Líklega mesti 50:50 leikurinn í þessum 8-liða úrslitum. Frakkar þurfa stórleik frá Kylian Mbappe ætli þeir sér eitthvað. En franska vörnin er ekki nógu góð, Englendingarnir skora tvö og Frakkar aðeins eitt.
Englendingarnir halda sig við sína fjögurra manna vörn. Frakkar hafa ekki einu sinni getað haldið hreinu á móti Túnis, Ástralíu, Danmörku sem gat ekkert á þessu móti eða Pólverjum - fengið á sig mark í öllum leikjum og fá á sig tvö mörk gegn Englendingum.
Fótbolti.net spáir - Hafliði Breiðfjörð:
Frakkland 3 - 2 England
Þetta gæti orðið skemmtilegasti leikur Heimsmeistaramótsins í Katar. Það hefur verið gríðarleg skemmtun að horfa á bæði þessi lið það sem af er mótinu og eitt er ljóst, það verða skoruð mörk!
Jude Bellingham er uppáhaldið mitt á mótinu til þessa, hann mun leggja upp bæði mörk Englands og í þetta sinn skorar Harry Kane auk þess sem Bukayo Saka fagnar því að hafa fengið sjálfu með David Beckham í vikunni með marki. Það þarf varla að taka það fram að Olivier Giroud (2) og Kylian Mbappe skora fyrir Frakkana sem eru of stór biti fyrir Englendinga.
Athugasemdir