
Hugo Lloris lætur ekki ensku pressuna koma sér úr jafnvægi fyrir leik Frakklands og Englands í 8-liða úrslitum á HM í kvöld.
Enskir fjölmiðlar hafa verið að tala um að Lloris sé veiki hlekkurinn í liði Frakka en Lloris var spurður út í þær pælingar af frönsku pressunni.
„Ég hef ekkert að segja á fréttamannafundi. Ég hef engin skilaboð til fjölmiðla, ég læt verkin tala út á velli. Við þurfum ekki auka hvatningu að utan. Þeir hafa sína sýn og ég ber virðingu fyrir því," sagði Lloris.
Didier Deschamps þjálfari franska liðsins skaut á franska fjölmiðla.
„Þið talið um breska fjölmiðla en þið spurjið stundum erfiðra spurninga líka," sagði Deschamps.
Athugasemdir