
Grant Wahl bandarískur fótboltafréttamaður lést í gær við störf á leik Hollands og Argentínu en Eric Wahl bróðir hans telur að um morð hafi verið að ræða.
Wahl var mjög virtur fréttamaður en landi hans Jesse Marsch stjóri Leeds i ensku úrvalsdeildinni átti í góðu sambandi við hann.
Marsch minntist hans á Twitter síðu sinni í dag.
„Ég er alveg eyðilagður yfir fréttunum af fráfalli Grant Wahl. Hann var magnaður einstaklingur og vinur. Starfið snérist allt um heillindi og sanngirni hjá honum. Fyrir mér væri fótbolti í Bandaríkjunum ekki á þeim stað ef það hefði ekki verið fyrir kennslu og frásögn hans af lífsnauðsynlegum sögum í íþróttinni okkar," skrifar Marsch.
Allan textann má sjá hér fyrir neðan.
Rest in Peace, Grant. pic.twitter.com/4pNLmhFldg
— Jesse Marsch (@jessemarsch) December 10, 2022