Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 10. desember 2022 16:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi segir að Martinez sé sá besti í að verja víti
Mynd: EPA
Lionel Messi fyrirliði argentíska landsliðsins gaf sér tíma til að hrósa Emiliano Martínez markverði liðsins eftir frábæra frammistöðu í 8-liða úrslitum gegn Hollandi í gær.

Argentína vann leikinn í vítaspyrnukeppni en Martínez varði tvær spyrnur, frá Virgil van Dijk og Steven Berghuis.

„Við þurftum á þessu að halda og erum ánægðir að öll þjóðin er að fagna núna. Martínez sýndi enn eina ferðina að hann er bestur í að verja víti," sagði Messi.

Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum sem lagði Brasilíu einnig í vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner
banner