
Lionel Messi fyrirliði argentíska landsliðsins gaf sér tíma til að hrósa Emiliano Martínez markverði liðsins eftir frábæra frammistöðu í 8-liða úrslitum gegn Hollandi í gær.
Argentína vann leikinn í vítaspyrnukeppni en Martínez varði tvær spyrnur, frá Virgil van Dijk og Steven Berghuis.
„Við þurftum á þessu að halda og erum ánægðir að öll þjóðin er að fagna núna. Martínez sýndi enn eina ferðina að hann er bestur í að verja víti," sagði Messi.
Argentína mætir Króatíu í undanúrslitum sem lagði Brasilíu einnig í vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir