
Miðvörðurinn Pepe var ósáttur eftir að Portúgal féll úr leik á HM gegn Marokkó í dag. Marokkó vann leikinn, 1-0, og fer því í undanúrslitin.
Pepe fannst illa vegið að Portúgölum í dómgæslunni og er ósáttur við það að dómararnir hafi komið frá Argentínu.
Argentínumenn höfðu betur gegn Hollandi í gær en eftir þann leik þá gagnrýndi Lionel Messi dómgæsluna. Pepe telur að FIFA sé núna að vinna með Messi og Argentínu með því að setja argentínska dómara á þennan leik í dag - allavega hljómar það þannig.
Núna er Cristiano Ronaldo, helsti keppinautur Messi, úr leik á mótinu. Pepe telur að dómgæslan hafi þar spilað inn í.
„Það er óafskanlegt að dómarararnir í dag komi frá Argentínu," sagði Pepe og bætti við: „Eftir allt sem ég sá í dag þá ættu þeir bara að gefa Argentínu bikarinn núna."
Pepe telur sem sagt að FIFA ætli að flauta Argentínu alla leið í þessu móti. Þetta er síðasta heimsmeistaramót Messi, sem er af mörgum talinn besti fótboltamaður allra tíma. Ronaldo, sem er einnig einn besti fótboltamaður allra tíma, var einnig að spila á sínu síðasta móti en FIFA var ekki með honum í liði ef marka má orð portúgalska miðvarðarins.
Pepe: "It's unacceptable that today we had an Argentinian referee in charge... After everything that happened yesterday, with Messi complaining. After what I saw today, they can just give the title to Argentina already!" pic.twitter.com/EQRIDuJ2uu
— Barça Universal (@BarcaUniversal) December 10, 2022
Athugasemdir