Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   lau 10. desember 2022 10:25
Elvar Geir Magnússon
Southgate verður með sama byrjunarlið
Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands ætli að vera með óbreytt byrjunarlið þegar leikið verður gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í kvöld.

Leikur Frakklands og Englands hefst klukkan 19.

Rætt hefur verið um hvort Southgate myndi fara í þriggja miðvarða kerfi og spila 3-4-3 en Daily Mail segir að hann haldi sig við 4-3-3 leikkerfið og sama byrjunarlið og lagði Senegal 3-0 í 16-liða úrslitum.

Svona er búist við því að England spili í kvöld (4-3-3): Pickford; Walker, Stones, Maguire, Shaw; Henderson, Rice, Bellingham; Foden. Kane, Saka
Athugasemdir
banner
banner