Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
banner
   sun 10. desember 2023 16:20
Aksentije Milisic
Albert spilaði í tapi - Hákon ónotaður varamaður

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í dag og spilaði allan leikinn þegar liðið tapaði 1-0 gegn Monza í Serie A deildinni á Ítalíu.


Genoa hefur verið að gefa mikið eftir í deildinni eftir frábæra byrjun en liðið er nú einungis fjórum stigum frá fallsæti. Þá hefur liðið tapað fjórum leikjum af síðustu sex og einungis unnið einn.

Þá var Hákon Arnar Haraldsson ónotaður varamaður hjá Lille í franska boltanum en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Clermont Foot.

Lille missteig sig þarna gegn fallbaráttuliðinu en þrátt fyrir þetta jafntefli er Lille í fjórða sætinu, þremur stigum á eftir Monaco.


Athugasemdir
banner
banner
banner