Mike Phelan hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Wayne Rooney hjá Plymouth í ensku B-deildinni.
Hann tekur við starfinu af Pete Shuttleworth sem hætti af persónulegum ástæðum.
Hann tekur við starfinu af Pete Shuttleworth sem hætti af persónulegum ástæðum.
„Ég hlakka til að takast á við þessa nýju áskorun," sagði Phelan eftir að hann var ráðinn.
Phelan er þekktastur fyrir það að hafa verið aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson í nokkur ár hjá Manchester United. Hann var síðar meir aðstoðarmaður Ole Gunnar Solskjær.
Hann þekkir Rooney vel eftir að hafa þjálfað hann sem leikmann en þeir hafa verk að vinna þar sem Plymouth er í 22. sæti Championship-deildarinnar, það er fallsæti.
Athugasemdir