Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa áhyggjur af líferni Rashford
Marcus Rashford.s
Marcus Rashford.s
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eins og fjallað var um fyrr í dag, þá er Manchester United opið fyrir því að selja Marcus Rashford.

Fram kemur á Telegraph að United hafi áhyggjur af líferni Rashford utan vallar og óttast félagið að hann sé ekki eins fókuseraður á fótbolta og hann var áður.

Samkvæmt heimildum Telegraph er Rashford að takast á við margar truflanir utan vallar sem hafa áhrif á frammistöðu hans.

Rashford var sektaður um tveggja vikna laun í janúar síðastliðnum eftir að hann sást í djamminu í Belfast í Norður-Írlandi en hann hringdi sig inn veikan eftir það. Hann missti líka sæti sitt í liðinu fyrir leik gegn Úlfunum á öðrum degi jóla 2022 út af agaástæðum.

Rashford á enn möguleika á því að snúa ferli sínum við hjá Man Utd undir stjórn Rúben Amorim en tíminn er á þrotum.

Man Utd er tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford en Paris Saint-Germain og Sádi-Arabía eru möguleikar fyrir framherjann.
Athugasemdir
banner
banner