Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd opið fyrir því að selja Rashford í janúar
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Manchester United er opið fyrir því að selja Marcus Rashford, jafnvel núna í janúarglugganum.

Þetta segir Florian Plettenberg, fréttamaður Sky Sports í Þýskalandi, í dag.

Man Utd lítur ekki á Rashford sem ómissandi leikmann og er félagið tilbúið að skoða það að selja hann.

Plettenberg segir að ein af ástæðunum fyrir því að möguleg sala sé rædd sé sú að Rashford er með miklar tekjur en sala á honum myndi hjálpa félaginu þegar kemur að fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Það myndi líka gefa Rúben Amorim, nýjum stjóra Man Utd, svigrúm til að vinna á leikmannamarkaðnum.

Rashford hefur ekki verið að gera merkilega hluti inn á vellinum síðustu mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner