Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
Leiðin úr Lengjunni: Verðlaunum fyrri hlutann og línur aðeins að skýrast
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
   lau 11. janúar 2014 16:23
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Óli Kristjáns: Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningsmótin eru komin á fullt skrið í íslenska boltanum þar sem keppt er í Fótbolta.net mótinu, Reykjavíkurmótinu, Íslandsmótinu í Futsal og Kjarnafæðismótinu meðal annars.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Breiðabliks sem hefur byrjað Fótbolta.net mótið vel og lagði Keflavík 4-2 í dag.

,,Þetta var fínn leikur. Gott tempó og góður sigur. Gott að fara með þrjú stig á Reykjanesbrautina," sagði Ólafur í símaviðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977.

,,Við byrjuðum að æfa um síðustu helgi og ég held að Keflvíkingarnir hafi gert það líka þannig þetta var svona að setja menn í gang, láta þá spila mismikið og vinna í þeim hlutum sem við höfum verið að vinna í í vikunni."

Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Ólafur segir að lítið sé að gerast í leikmannamálum hjá Breiðablik og að félagið ætli sér að leita innávið frekar en til erlendra leikmanna eins og Nichlas Rohde og Jordan Halsman.

,,Það er ekki til neitt sem heitir íslenskur leikmannamarkaður. Það eru mjög fá félagaskipti sem eiga sér stað milli liða þar sem eitt félag kaupir leikmann af öðru liði. Það hefur ekki skapast hefð fyrir því að það sé gert í neinum stíl.

,,Það helgast ákveðið viðhorf, þar sem það er ekki nægur þroski í þessu á alla kanta. Ef þú hefur áhuga að fá leikmann úr öðru liði og nefnir það við það félag sem leikmaðurinn er í þá ertu oft álitinn bara hálfklikkaður.

,,Þá er farið að tala um eitthvað svokallað verð og þá er það útúr öllu korti finnst liðinu sem er með leikmanninn og hinir bjóða alltof lágt þannig að það hefur ekki orðið nein verðmyndun á leikmönnum á Íslandi. Við erum bara ekki búin að ná þangað."


Rætt er ítarlega um íslenska leikmannamarkaðinn og hvers vegna hann virkar ekki í núverandi mynd út viðtalið.
Athugasemdir
banner