Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
EM hringborðið - Undanúrslitin hefjast í kvöld
Innkastið - Skagahátíð og Lengjuuppgjör 1-11
Tiltalið: Úlfur Ágúst Björnsson
Útvarpsþátturinn - Kjartan Henry, EM og íslenski
EM hringborðið - Systurnar fara yfir 16-liða úrslitin
Útvarpsþátturinn - Innkastið í beinni á X977
EM hringborðið - Riðlunum lokið og útsláttarkeppni framundan
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Útvarpsþátturinn - Freysi og kraftaverkið í Kortrijk
EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
Innkastið - Gregg rekinn og deildin opnast upp á gátt
Útvarpsþátturinn - Bestu og verstu kaupin í Bestu, bikarinn og EM
Leiðin á Laugardalsvöll - Ástríðan í Fífunni og Bjarni Jó í viðtali
Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds
Útvarpsþátturinn - Birkir Már og landsliðsgleðin á Wembley
Guðrún Elísabet og Jasmín: Heiður að taka þátt í vegferðinni
Innkastið - Ömurlegur varnarleikur í markaveislu
Útvarpsþátturinn - Sérfræðingurinn Sævar Atli og fjármálaskýrsla
Enski boltinn - Úrslitaleikurinn og tímabil Man Utd
   lau 11. janúar 2014 16:23
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Óli Kristjáns: Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningsmótin eru komin á fullt skrið í íslenska boltanum þar sem keppt er í Fótbolta.net mótinu, Reykjavíkurmótinu, Íslandsmótinu í Futsal og Kjarnafæðismótinu meðal annars.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Breiðabliks sem hefur byrjað Fótbolta.net mótið vel og lagði Keflavík 4-2 í dag.

,,Þetta var fínn leikur. Gott tempó og góður sigur. Gott að fara með þrjú stig á Reykjanesbrautina," sagði Ólafur í símaviðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977.

,,Við byrjuðum að æfa um síðustu helgi og ég held að Keflvíkingarnir hafi gert það líka þannig þetta var svona að setja menn í gang, láta þá spila mismikið og vinna í þeim hlutum sem við höfum verið að vinna í í vikunni."

Enginn íslenskur leikmannamarkaður
Ólafur segir að lítið sé að gerast í leikmannamálum hjá Breiðablik og að félagið ætli sér að leita innávið frekar en til erlendra leikmanna eins og Nichlas Rohde og Jordan Halsman.

,,Það er ekki til neitt sem heitir íslenskur leikmannamarkaður. Það eru mjög fá félagaskipti sem eiga sér stað milli liða þar sem eitt félag kaupir leikmann af öðru liði. Það hefur ekki skapast hefð fyrir því að það sé gert í neinum stíl.

,,Það helgast ákveðið viðhorf, þar sem það er ekki nægur þroski í þessu á alla kanta. Ef þú hefur áhuga að fá leikmann úr öðru liði og nefnir það við það félag sem leikmaðurinn er í þá ertu oft álitinn bara hálfklikkaður.

,,Þá er farið að tala um eitthvað svokallað verð og þá er það útúr öllu korti finnst liðinu sem er með leikmanninn og hinir bjóða alltof lágt þannig að það hefur ekki orðið nein verðmyndun á leikmönnum á Íslandi. Við erum bara ekki búin að ná þangað."


Rætt er ítarlega um íslenska leikmannamarkaðinn og hvers vegna hann virkar ekki í núverandi mynd út viðtalið.
Athugasemdir
banner
banner