Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. janúar 2019 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið ársins hjá UEFA - Ekki pláss fyrir Salah
Modric hlaut tæplega 70% kosningu.
Modric hlaut tæplega 70% kosningu.
Mynd: Getty Images
Rúmlega 1,8 milljón atkvæða bárust UEFA í vali á liði ársins fyrir árið 2018. Almenningur kýs.

Spilað er leikkerfið 4-3-3 en eins og svo oft áður þá á Real Madrid flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra talsins; fimm ef Cristiano Ronaldo er tekinn með, en hann spilaði fyrri hluta ársins hjá Real og hjálpaði liðinu að vinna Meistaradeildina.

Chelsea og Barcelona eiga tvo fulltrúa, PSG, Juventus og Liverpool eiga öll einn fulltrúa.

Mohamed Salah, sem átti magnað ár með Liverpool, er ekki í liðinu, það er ekki pláss fyrir hann.

Lið ársins hjá UEFA:
Marc-André ter Stegen (Barcelona) 30,4%
Sergio Ramos (Real Madrid) 49,7%
Virgil van Dijk (Liverpool) 46,2%
Raphaël Varane (Real Madrid) 44,9%
Marcelo (Real Madrid) 61,1%
N'Golo Kanté (Chelsea) 53%
Luka Modrić (Real Madrid) 68,5%
Eden Hazard (Chelsea) 57,9%
Kylian Mbappé (PSG) 38,6%
Lionel Messi (Barcelona) 63,7%
Cristiano Ronaldo (Real Madrid/Juventus) 64,3%
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner