Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. janúar 2020 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher pirraður - Þetta er brandari og vandræðalegt
Mynd: Getty Images
Handarreglunni var breytt síðasta sumar og hún er mikið í umræðunni eftir að jöfnunarmark West Ham var dæmt af í leik gegn Sheffield United í gærkvöldi. Robert Snodgrass jafnaði leikinn fyrir West Ham í uppbótartíma eftir undirbúning frá Declan Rice.

Boltinn fór í hönd Rice í undirbúningnum og með VAR-tækninni var markið dæmt af. Sheffield sigraði leikinn 1-0.

Sjá einnig:
Fótbolti á ekki að vera svona - Sjáðu VAR atvik gærkvöldsins

Jamie Carragher var við störf hjá Sky Sports í gær og hann var alls ekki sáttur við handarregluna í gærkvöldi. „Það er talað um VAR, það er reglan í dag," sagði Carragher í gærkvöldi.

„Handarreglan er brandari. Algjör brandari. Það er ekki séns að mörk eins og þetta eigi ekki að standa í fótbolta."

„VAR er í umræðunni en handarreglunni þarf að breyta. Það er vandræðalegt að þetta hafi ekki verið dæmt löglegt mark. Enginn skilur hvað átti sér stað."

„Það er enginn vilji hjá Rice að nota höndina. Ég skil þegar leikmenn skora með hendina að það sé ekki í lagi ef ætlunin var að skora með hendinni. Ég skil vel að Rice hristi höfuð sitt. Allir sem sáu þetta gera það fyrir utan kannski Sheffield United stuðningsmenn. Algjör brandari þessi handarregla,"
sagði Carragher um atvik gærkvöldsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner