Craig Dawson skoraði sigurmark West Ham United í 1-0 sigrinum á Stockport County í enska bikarnum í kvöld en hann var hæstánægður með framlag liðsfélaga sinna.
                
                
                                    Dawson skoraði markið með skalla á 83. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen en West Ham var með mikla yfirburði í leiknum.
West Ham mætir Doncaster Rovers í fjórðu umferð bikarsins.
„Þetta var erfiður leikur og mjög erfiður fyrir bæði lið en við vorum einbeittir og gerðum vel í lokin," sagði Dawson.
„Þetta var erfitt kvöld. Það er langt síðan ég spilaði við svona aðstæður en frábært að ná í mark. Við höfum unnið mikið með þetta á æfingum og strákarnir skiluðu góðu framlagi og gott að ná að halda hreinu."
„Stockport er að gera vel í deildinni og það er ekki auðvelt að koma á þessa velli þannig ég er bara mjög sáttur með strákana í kvöld," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                
