banner
   þri 11. febrúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Juventus vill fá Guardiola í sumar
Pep Guardiola gæti farið til Ítalíu
Pep Guardiola gæti farið til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus ætlar að eltast við Pep Guardiola í sumar en forseti félagsins vill að hann taki við af Maurizio Sarri. Þetta kemur fram í ensku miðlunum í dag.

Ítalskir miðlar halda því fram að Sarri verði rekinn í lok tímabilsins og hafa þá nokkur nöfn komið inn í umræðuna.

Sarri tók við Juventus síðasta sumar en Pep Guardiola var lengi vel orðaður við stöðuna. Það fór svo að Sarri var ráðinn en Andrea Agnelli, forseti Juventus, vill gera breytingar.

Hann vill fá Guardiola í sumar en spænski stjórinn gæti viljað nýja áskorun eftir að hafa verið á Englandi í fjögur ár. Hann hefur unnið deildina tvisvar á tíma sínum þar en auk þess hefur hann þjálfað Bayern München og Barcelona við góðan orðstír.

Hann hefur þá unnið Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en draumur Juventus er að vinna keppnina. Liðið hefur tvisvar unnið keppnina en síðasti titill kom árið 1996.

Guardiola spilaði með bæði Brescia og Roma á knattspyrnuferli sínum og talar góða ítölsku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner